Hjördís Alexandersdóttir

Hjördís Alexandersdóttir

Hjördís Alexandersdóttir býr í Þorlákshöfn. Hún er fædd í Reykjavík árið 1954 en ólst að mestu upp í Kópavogi.

Frá unga aldri hefur Hjördís haft óstöðvandi sköpunarþrá. Náttúran, blóm, fuglar og allt það fallega sem heimurinn hefur upp á að bjóða er henni sífelldur innblástur og drifkraftur í myndlistinni. Hún málar aðallega með vatnslitum en grípur einnig í olíu- og akrýlliti. Verk eftir hana hafa ratað víða út um heim.

Hjördís stundaði nám við Myndlistarskóla Kópavogs um árabil, ásamt fjölbreyttu námi hjá íslenskum og erlendum kennurum í gegnum tíðina. Hún rak sitt eigið gallerí og vinnustofu, Gallerí Torg á Garðatorgi þar sem hún sýndi og seldi eigin verk ásamt verkum annarra listamanna.

Auk eigin listsköpunar hefur Hjördís lengi starfað við myndlistarkennslu.

Félög þar sem Hjördís er félagsmaður:

  • Myndlistarfélag Árnessýslu
  • Gróska, myndlistarfélag í Garðabæ
  • Vatnslitafélag Íslands
  • Nordiska Akvarellsällskapet
  • FÍMK – Félag íslenskra myndlistarkennara

 

 

Sýningar

 

Hjördís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði á erlendri grundu og hér heima á Íslandi. Hún hefur jafnframt haldið 10 einkasýningar.

Back to blog