Ásdís Hoffritz

Ásdís Hoffritz er fædd 1942 og er uppalin á Selfossi. Ásdís er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur málað lengi, sótt fjölda námskeiða í ýmsum myndlistarskólum og hjá myndlistarmenntuðum kennurum. Ásdís hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.