Kristjana Gunnarsdóttir

Kristjana Gunnarsdóttir
Fædd 1. 9. 1972
Áhugi minn á myndlist hefur alltaf verið mikill. Ég byrjaði snemma að teikna og krota á allt mögulegt.
Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla suðurlands og síðar lauk ég háskólanámi frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennslu í myndlist. Síðan þá hef ég kennt myndmennt í grunnskóla í 18 ár.
Flest verkin mín eru unnin með akrýl eða olíu en seinni árin hef ég líka verið að leika mér með blandaða tækni og vatnsliti.
Myndefnið hverju sinni er ansi fjölbreytt, ég vinn oftast með það sem er mér hugfangið hverju sinni. Landslag og hestar eru til dæmis eitthvað sem ég get alltaf gripið í.
Árið 2006 hélt ég litla sýningu í Listagjá Bókasafns Árborgar þar sem ég sýndi myndir unnar með blandaðri tækni.