Ellisif Malmo Bjarnadóttir
Fallegar myndir hafa alltaf heillað mig. Þegar ég var ung þá gramsaði ég í gömlum teikningum frá mömmu síðan hún var ung og var algjörlega heilluð. Hún leiðbeindi mér síðan oft þegar ég var að gera mínar eigin myndir. Sjálf lærði hún myndlist í Noregi og var silfurskartskripasmiður. Einnig var hún að prufa allt sem íslensk hefð bauð uppá og var dugleg í flosmyndagerð meðal annars og tók þátt við ýmsa hönnun.
Fallegar konur í tímaritum heilluðu mig og ég æfði mig í oft við að teikna og mála þær. Að fá hrós hefur líka alltaf verið hvatning. Gagnrýni hefur einnig verið mikil hvatning, að gera betur.
Fyrst átti ég bara vatnsliti og blýanta. Síðan kynntist ég alvöru vatnslitum og fékk að prufa olíuliti. En hef prufað mjög margt annað enda eru efniviðirnir ótrúlega margir og allt svo spennandi. Kol, pastel, módel, uppstillingar, gler, leir og hönnun.
Að ná að gera málverk sem maður er ánægður með er mikil og góð gjöf. Ekki er síður gaman að vita af verkum sem fólk tekur ánægt með sér heim.
Þar sem ég er alin í sveit hef ég alltaf heillast af gróðrinum. Árið 2004 útskrifaðist ég sem garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Síðar fór ég í nám á Hvanneyri og lærði landslagsarkitektúr. Útskrifaðist þar árið 2022 með bakkalár gráðu.
Verkin mín eru oft úr náttúrinni. Í landslaghönnuninni var einblínt á náttúrulegar línur í hönnun en þær koma einmitt sterkt fram í myndunum mínum líka.
Mottó: Æfingin skapar meistarann. Ef áhuginn er til staðar þá eru manni allir vegir færir í því sem hugurinn leitar til.