Jakob Árnason
Nafn mitt er Jakob Árnason. Fæddur árið 1959 í Reykjavík ólst þar upp menntaði mig og
starfaði þar til árið 2016 er ég söðlaði um og flutti til Hveragerðis þar sem ég er nú búsettur .
netfang: jakobarnason1959@gmail.com
Hef verið að mála af og til síðustu 25 árin en svo af fullum krafti frá 2008. Byrjaði að mála með
akrýl en hef fært mig alfarið yfir í olíuliti. Upphaflega var þetta. leikur með liti og málaði aðallega
“doppumyndir” þar sem myndflöturinn var fylltur ótal litlum pensilstrokum.Myndefnið er að öllu
jöfnu sótt í náttúruna okkar. Hef lýst mér sem frekar afkastamiklum en óþreyjufullum málara
sem fer mínar eigin leiðir,
Í myndlistini er ég að mestu sjálfmenntaður en hef sótt fjölmörg námskeið aðallega
hjá Myndlistaskóla Kópavogs á árunum 2017 -2023, auk nokkura annara styttri námskeiða á
árum áður.
Hélt mína fyrstu einkasýningu árið 2009 en síðan þá hef ég verið með á nokkrum samsýningum
en haldið einkasýningar á bókasafninu Hveragerði 2021 , 2022 og svo á HNFLÍ árið 2023.
I dag er ég með vinnustofu mína heima fyrir að Lækjarbrún Hveragerði og hef lagt bílskúrinn
undir áhugamálið. Alltaf hægt að kíkja við en best að hringja á undan sér . Er með síma
820652