Berglind Björgvinsdóttir

Berglind Björgvinsdóttir heiti ég, listakonan sjálf á bakvið BBart. Ég er fædd árið 1990, ólst upp í Garðabænum en er búsett á Selfossi með manninum mínum ásamt þremur börnunum okkar. Þegar ég mála leyfi ég tilfinningum og sköpunarkraftinum að ná tengingu og þannig skapast listaverkin á striganum að hverju sinni. Ég er mjög sjálfstæð í listmálun og nýti frítímann minn í að skapa list. Notast við akrýl-, olíu, pastel liti, blek, vatnsliti og kol.
Ég er formaður og meðlimur í Myndlistarfélagi Árnessýslu.
Heimasíða: www.bbart.is
Samfélagsmiðlar; BBart