Katrín Ósk Þráinsdóttir
Katrín Ósk Þráinsdóttir, eða KÓSK eins og hún kallar listamanna sjálfið, er læsisfræðingur í dagvinnu og myndlistarmaður þegar tækifæri gefst. Frá því hún var barn hefur hún elskað að skapa og gera fínt í kring um sig og listmálun á striga er nýjasta formið þar sem sköpunarþörf hennar fær útrás.
KÓSK er sjálfmenntuð í myndlistinni og fæst hún fyrst og fremst við akrýl og blandaða tækni. Verk hennar eru gjarnan byggð upp sem tvenna, þrenna eða sería mynda og eins má segja að stór verk séu hennar aðalsmerki.