Hjördís Alexandersdóttir


Hjördís Alexandersdóttir heiti ég og er fædd í Reykjavík 12 desember
1954.
Ég ólst upp í Kópavogi og bjó þar lengst af en bý núna í Þorlákshöfn.
Ég hef alla tíð haft mjög ríka sköpunarþörf og stundað myndlist frá
unga aldri.
Ég mála aðallega með vatnslitum en gríp stundum í oliu og akríllitina.
Ég hef aðallega unnið við störf tengd myndlist og þá mest við ýmiskonar
myndlistarkennslu.
Ég rak eigið gallerý um árabil á Garðatorgi í Garðabæ.
Verk eftir mig hafa farið víða um heiminn.
Ég hef haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði
hér heima og erlendis
Þar á meðal sýnt á þremur heimssýningum.
Upplýsingar fyrir áhugasama eru  í
síma 849 5767 eða
Artist Hjordís Alexandersdottir á Facebook
Artisthjordisalexandersdottir á Instagram