Þórleif Hanna


Ég heiti Þórleif Hanna en er alltaf kölluð Leifa. Ég ólst að mestu leyti upp á Stokkseyri og hef ég fundið innblástur af mínum verkum í fjörunni þar sem og í hraunið og ísinn okkar hér á Íslandi. Ég byrjaði að mála sem barn en ég var svo heppin að hafa góðan myndlistarkennara strax í grunnskóla sem kenndi mér margt. Ég hélt áfram að mála fram að tvítugu og málaði þá yfirleitt með olíu. Svo eins og hjá mörgum örðum að þá tók ég pásu í að skapa og mála þegar ég varð mamma, en svo þónokkrum árum seinna hvatti góður vinur minn mig til að byrja aftur og gaf mér það í gjöf að fara á námskeið í akrílmálun eina önn í Tækniskólanum. Þá var ekki aftur snúið og hef ég verið að mála síðan, Ég hef mikið verið að vinna með áferðarefni sem ég bý til sjálf, mála svo með blandaðri tækni en mest þó með akríl. Ég stunda nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri sem er mjög krefjandi, þá er gott að kúpla sig aðeins út úr stressinu og heimanáminu og setjast niður og mála og skapa eitthvað til að koma hausnum í lag.