Iðunn Kröyer
Iðunn Kröyer (f.1961) er uppalin á austurlandi og býr nú í listmannabænum Hveragerði.
Iðunn lauk verslunarprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1983 með mynd- og handmennt sem valgrein. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum í skrautritun, tréskurði o.fl. Iðunn hefur sótt námskeið í olíumálun hjá Veru Sörensen, Ragnari Páli Einarssyni ofl. listmálurum á árunum 2003 til 2007. Iðunn lauk tveimur vetrum Myndlistaskóla Kópavogs. Auk þess er Iðunn matreiðslumeistari með yfir 30 ára reynslu í matarskreytingum, skreytingum á diskum og hlaðborðum auk skreytinga á tertum og smurbrauði.
Iðunn málar aðalega með olíulitum en einnig með blandaðri tækni, olíu- og akríllitum. Auk þess hefur Iðunn notað efni eins og eldfjallaösku og jurtir í list sína.
Iðunn hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum frá árinu 2005 auk einnar einkasýningar í Hafnarfirði 2008.