Í tilefni menningarmánaðarins í október bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í lifandi og skapandi stemningu í vinnustofu MFÁ og Gallerí Gang.
Við viljum deila með ykkur dagskrá mánaðarins og hvetjum alla til að koma, taka þátt og njóta listarinnar með okkur.
Í boði verður m.a.:
• Foreldrar & börn – viðburður þar sem unnið er með sjálfsmyndina (13. okt).
• Tvö örnámskeið og opnar vinnustofur – Litahringurinn, Neocolor og vatn, portrett málun og gelprentun.
• Sýning félagsmanna í Gallerí Gang allan mánuðinn.
• Opið hús og sýning allar helgar frá kl. 13–16.
• Vatnslitahittingar á miðvikudögum (kl. 11–13).
• Herrakvöld – opið fyrir alla karlmenn, þar sem málað er saman (9. okt).
• Ungmennakvöld fyrir 18–25 ára (16. okt).
• Málum og skálum – skemmtileg kvöldstund með list og gleði (17. okt).
• Föstudagskaffi – hlýleg samvera með list og spjalli (3. okt).
Og margt, margt fleira.
Við verðum einnig mikið viðstödd yfir daginn á virkum dögum, það er því alltaf líf og fjör í vinnustofunni og allir velkomnir að líta við.
Skipulag mánaðarins má sjá hér meðfylgjandi.
Við hlökkum til að sjá ykkur og fagna menningunni með ykkur í október!
