Á síðustu opinni vinnustofu mættu fjölmargir félagsmenn til að læra á skapalón undir leiðsögn Petru Vijn. Skapalón eru frábær tækni í myndlist, þar sem þau gera listamönnum kleift að skapa nákvæm og endurtekningarsöm form á einfaldan hátt. Þessi aðferð er sérstaklega sniðug til að búa til mynstrið, form og lagfæringar í verkum, hvort sem um er að ræða málverk, blandaða miðla eða grafíska hönnun.
Félagsmenn hafa verið duglegir að mæta á opnar vinnustofur á fimmtudögum og læra eitthvað nýtt í hverri viku. Það er margt spennandi á döfinni, svo fylgist endilega með!
Ef þú hefur áhuga á að ganga í félagið og taka þátt í skemmtilegum og fræðandi viðburðum, sendu tölvupóst á myndlistin@gmail.com.




