Um helgina var opnuð sýningin Sköpunarverk í Sandvíkursetri, á Gallerý gang og var þátttakan með eindæmum. Hátt í 100 gestir mættu á opnunina og hafa nú þegar yfir 100 manns komið til að skoða sýninguna. Það var sannkölluð hátíð að taka á móti öllum, og sendum við innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt sýningunni áhuga.
Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að sjá hversu vel sölugallerýið hefur slegið í gegn, það gleður okkur að sjá listafólkið okkar hljóta svona góðar móttökur og stuðning.
Sýningin verður opin allar helgar í október kl.
13–16. Einnig verður hún opin á virkum dögum eftir nánari auglýsingu á samfélagsmiðlum. Við hvetjum því alla til að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og TikTok til að missa ekki af neinu.
Í vikunni eru einnig framundan spennandi viðburðir:
- Þriðjudaginn 7. október kl. 18–20 verður opin vinnustofa þar sem farið verður í litahringinn – grunninn í myndlist.
- Fimmtudaginn 9. október kl. 18–20 verður haldið herrakvöld og hvetjum við alla herra til að mæta og taka þátt.
Ef þú hefur ekki enn lagt leið þína í Sandvíkursetur til að sjá sýninguna Sköpunarverk, þá er um að gera að drífa sig, því áður en þú veist af er sýningunni lokið!
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum og vertu með puttana alltaf á púlsinum!
Facebook: https://www.facebook.com/share/17KdQ4bH6M/?mibextid=wwXIfr
Instagram:
https://www.instagram.com/myndlistarfelagarnessyslu?igsh=MWlsNGJvZHYzMXJ2ZA==
Tiktok:
https://www.tiktok.com/@myndlistin.is?_t=ZN-90JtQse9ClC&_r=1























