Gott að eiga góða að!

Gott að eiga góða að!

 

Félagsmenn í MFÁ eru duglegir að sækja sér þekkingu og færni hjá þekktum listamönnum. Stundum hefur félagið staðið fyrir námskeiðum þar sem fengnir eru listamenn til að kenna á vinnustofum félagsins en einnig fara félagsmenn oft á námskeið sem haldin eru annars staðar.

Einn af þeim listamönnum sem hvað ötulastur hefur verið við að halda námskeið og segja fólki til er Guðrún Arndís Tryggvadóttir. Guðrún er heimsklassa listamaður sem er með vinnustofu á Selfossi en þar heldur hún oft námskeið sem og annars staðar á svæðinu. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra um listina. Þá hefur hún staðið fyrir netnámskeiðum sem eru sérlega góður kostur fyrir þá sem eiga síður heimangengt eða vilja vinna að listnáminu þegar þeim hentar. Öll námskeið Guðrúnar hafa verið afar fjölbreytt en um leið ákaflega fagleg og skemmtileg. 

Fjórir félagsmenn eru nú á Masterklass námskeiði hjá Guðrúnu þar sem hún deilir næstum hálfrar aldar reynslu sinni af því að vera listmálari og kennir fólki að vinna með akríl og olíu. Fram undan eru svo fleiri námskeið og fyrirlestrar hjá henni og allar líkur á að einhverjir félagsmenn sæki þá viðburði.

Hægt er að skoða nánar um námskeið og myndlistina hjá Guðrúnu á www.tryggvadottir.com 

 

Back to blog