Líf og fjör í Sandvíkursetri

Líf og fjör í Sandvíkursetri

 

Líflegt og gott starf hefur verið hjá MFÁ í Sandvíkursetri í vetur og mikið stendur til á næstunni. Flesta daga er unnið þar að listsköpun þar sem ýmsir félagsmenn hafa vinnustodur. En einnig hittast þar hópar og vinna saman auk þess sem félagið stendur fyrir námskeiðum og opnum vinnustofum þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum.

Alla miðvikudagsmorgna er vatnslitastund félagsmanna þar sem þeir hittast sem áhuga hafa á og vatnslita saman. Stundum er ákveðið viðfangsefni valið og þá er unnið að því. Oftast hefur þó verið frjálst val og myndefni verið fjölbreytilegt. Stundir sem þessar eru frábær leið til að kynnast fólki og læra hvert af öðru.

Á fimmtudögum hafa félagsmenn verið duglegir að mæta síðdegis til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Oft hefur einhver félagi úr MFÁ verið fenginn til að sýna hvað hann er að fást við og kenna okkur hinum. Þannig hefur svo dæmi sé tekið verið unnið með skissubækur, bókagerð, núvitundarteikningar, blindteikningar, blöndun lita og margt fleira.

Ekki má heldur gleyma að nefna að félagið stendur reglulega fyrir opnum húsum þar sem þeir bjóða gestum og gangandi að kíkja við og skoða sýningar og það sem fram fer í húsinu.

 

Back to blog