Sumardagurinn fyrsti fagnaður með list, litum og hlýju á vinnustofu Myndlistarfélags Árnessýslu
Það var sannkölluð sumarstemmning í loftinu þegar félagið fagnaði sumardeginum fyrsta með opnu húsi og lifandi listsköpun. Sólin skein, gestir streymdu inn og vinnustofan iðaði af lífi, lituðum Posca pennum og hlýju andrúmslofti.
Á meðan margir nutu veitinga og sýningarinnar Verur og vættir á Gallerý Gang á vinnustofu félagsins héldu nokkrir félagsmenn líka til Garðyrkjuskólans þar sem þeir máluðu listaverk fyrir gesti og gangandi. Verkefnið vakti mikla lukku og fjöldi fólks stoppaði við og spjallaði.
Á vinnustofunni naut sýningin mikilla vinsælda og gestir virtust hrífast af andrúmsloftinu og þeim töfrum sem myndlistin færir – kaffið rann ljúft niður og veitingarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Börnin fengu líka að skreyta greinar í anda vorsins, og það var sérstaklega ánægjulegt að sjá fjölskyldur dvelja lengi og njóta samverunnar.
Það er ómetanlegt að finna fyrir svona lífi í húsinu – þegar fólk kemur saman, gleðst og tengist í gegnum sköpun og samveru. Þetta er það sem félagið stendur fyrir.
Það er greinilegt að áhugi á myndlist og menningu er mikil í samfélaginu – gestir létu vel af og margir lýstu yfir ánægju með aðgengi að listviðburðum sem þessum hjá félaginu.
Framundan er líflegt vor hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu – með áframhaldandi verkefnum og öðru.
Gleðilegt sumar – með list, lit og hlýju!
Kærar kveðjur
Fyrir hönd félagsins
Berglind Björgvinsdóttir
Formaður MFÁ














