Við héldum skemmtilegan viðburð í dag þegar félagsmenn okkar komu saman til myndlistaráskorunar í náttúrunni. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið í besta skapi, sem líklega olli því að fáir gátu mætt, var viðburðurinn mjög vel heppnaður og lærdómsdómsríkur.
Dásamleg umhverfi í Grímsnesinu
Berglind Ragna Erlingsdóttir, einn félagsmanna okkar, bauð upp á lóð sína og stúdíó í Grímsnesinu sem vettvang fyrir viðburðinn. Þátttakendur fóru fyrst í göngu í gróðursælli náttúru – milli trjáa, á meðal blóma og með læk hjalandi við hlið sér. Auk þessa er Búrfellið í beinni sjónlínu aðeins steinsnar frá lóð Berglindar.
Plöntur voru tíndar til að nýta í áskoruninni, en síðan ákveðið að fara inn í stúdíó Berglindar til að halda áfram sköpunarferlinu.
Krefjandi en lærdómsríkt verkefni
Inni í stúdíóinu beið þátttakenda spennandi áskorun - að mála 10 myndir á aðeins 30 mínútum! Í boði var fjölbreyttur efniviður; akrýlmálning, litasprey, stenslar, penslar og rúllur, en varað var við því að velja sér of marga liti.
Stuttur tími til vinnu gerði það að verkum að ekki gafst kostur á langri íhugun - í staðinn þurfti að treysta á flæðið og nýta tímann vel til að koma einhverju niður á allar myndirnar. Þetta reyndist frábær æfing í að láta sköpunarkraftinn flæða frjálslega!
Um Berglindi Rögnu Erlingsdóttur
Berglind hefur víðtæka menntun í listum og hönnun, bæði hér að heiman og frá Noregi. Þar má sem dæmi nefna blómaskreytingar, listsköpun úr náttúrulegum efnivið og kennaranám í handverki og hönnun. Berglind er nú í myndlistanámi í Master program við Milan Art Institute í Flórída þar sem hún fékk einmitt hugmyndina að þessari skemmtilegu listaáskorun í náttúrunni!
Við þökkum Berglindi kærlega fyrir að opna heimili sitt og stúdíó fyrir félagsmenn og skapa þannig tækifæri fyrir þessa skemmtilegu og lærdómsdómsríku upplifun.
Næsta vor verður endurtekningin!
Berglind og MFÁ ætla að endurtaka þennan dásamlega viðburð næsta vor. Vonandi spila þá veðurguðirnir þá betur með okkur! Við vonumst til þess að fá sem flesta félagsmenn til að missa ekki af þessari frábæru upplifun þegar þar að kemur. 











