Ný stjórn félagsins kosin á aðalfundi

Ný stjórn félagsins kosin á aðalfundi

Aðalfundur Myndlistarfélagsins var haldinn 20. mars og mættu fjölmargir félagsmenn til fundarins. Á fundinum var farið yfir starfsárið sem var að líða og kosið í nýja stjórn félagsins. Fundurinn gekk afar vel og ríkti mikil jákvæðni gagnvart því sem framundan er í starfi félagsins.

Við viljum færa sérstakar þakkir til fráfarandi stjórnarmeðlima, þeirra Iðunnar Kröyer, Valdimars Hermannssonar og Guðbjargar Dóru Sverrisdóttur, fyrir ómetanlegt framlag sitt til félagsins. Þau hafa unnið ötullega að eflingu félagsins síðustu ár og lagt grunn að áframhaldandi vexti þess. Fyrir það erum við afar þakklát.

Með gleði og bjartsýni kynnum við nýja stjórn Myndlistarfélagsins, sem mun halda áfram að vinna að því að styðja og efla listalífið:

Ný stjórn Myndlistarfélagsins:

Berglind Björgvinsdóttir, formaður

Þórleif Hanna Guðgeirsdóttir, varaformaður

Katrín Ósk Þráinsdóttir, ritari

Kristjana Gunnarsdóttir, gjaldkeri

Petra Vijn, meðstjórnandi

Gígja Víðisdóttir, varamaður

Ása Björg Þorvaldsdóttir, varamaður

 

Við hlökkum til komandi starfsárs og vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn taka virkan þátt í starfi félagsins. Framundan eru spennandi verkefni og viðburðir sem við hlökkum til að deila með ykkur öllum!


Með bestu kveðju,

Berglind Björgvinsdóttir, formaður Myndlistarfélagsins

 

Back to blog