Myndlistarfélag Árnessýslu býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun samsýningarinnar Sköpunarverk, laugardaginn 4. október kl. 13:00
í Gallerí Gangi, Sandvíkursetri við Bankaveg á Selfossi.
(Inngangur beint á móti bílastæðinu bakvið Landsbankann.)
Á þriðja tug félagsmanna sýna fjölbreytt og glæsileg verk.
Opið er til kl. 16 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Sýningin er opin allar helgar í október kl. 13–16, auk auglýstra opnunartíma á samfélagsmiðlum félagsins.
Við hlökkum til að sjá þig.