Vel heppnað Föstudagskaffi hjá okkur

Vel heppnað Föstudagskaffi hjá okkur


Í dag var haldið notalegt föstudagskaffi á vinnustofu Myndlistarfélagsins þar sem um 30 manns mættu og nutu góðrar samveru. Stemningin var létt og fjörug, spjallað var af miklum krafti, listin dásömuð og sjálfur Kjarval, helsti listamaður þjóðarinnar, kom við sögu í umræðunum.

Á boðstólum voru dýrindis vínarbrauð frá GK bakarí og dásamlegt kaffi sem settu punktinn yfir i-ið. Einnig nýttu gestir tækifærið til að skoða og versla listmuni í galleríinu sem er staðsett á vinnustofu félagsins, þar má finna falleg verk, tækifæriskort og einstakar gjafir sem gleðja á hverju heimili.

Það er afar mikilvægt að styðja listafólkið okkar á svæðinu með því styrkjum við ekki aðeins einstaklingana sjálfa heldur líka menningarlífið í heild sinni.

Við minnum á að í október verður mikið opið hjá okkur og strax á morgun, laugardaginn 4. október kl. 13:00, verður opnuð samsýningin Sköpunarverk. Þá verður opið til kl. 16 og allir velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Back to blog