Vinnustofan er hjarta félagsins!

Vinnustofan er hjarta félagsins!

Það er sannarlega líf og fjör í Myndlistarfélagi Árnessýslu um þessar mundir. Félagsmenn eru nú hátt í 110 talsins og margir sinna listinni daglega. Virknin í félaginu hefur sjaldan verið meiri – vinnustofan iðar af lífi alla vikuna og þar ríkir hlýlegt og skapandi andrúmsloft.

Stjórnin hefur nýverið opnað fyrir aukið aðgengi að vinnustofunni með nýju fyrirkomulagi. Félagsmenn geta fengið aðgang að vinnustofunni hvenær sem þeim hentar. Markmiðið er að gera vinnustofuna að lifandi samkomustað þar sem fólk getur komið til að mála, hitt aðra listamenn eða einfaldlega kíkt við í kaffibolla og spjall.

Vinnustofan er hjarta félagsins – og með þessu nýja fyrirkomulagi viljum við tryggja að það hjarta slái öflugt og opið fyrir alla sem hafa áhuga á listsköpun.

Framundan er spennandi sýningarstarf:

Um páskana verða verk félagsmanna til sýnis í sundlaugum Árborgar.

• Á Sumardaginn fyrsta opnar sýningin “Verur og vættir” í Gallerý Gang, þar sem fjölbreytt og lifandi verk félagsmanna fá að njóta sín.

Við hlökkum einnig til að opna dyr vinnustofunnar af og til fyrir gesti og gangandi – og leyfa fleirum að kynnast lífinu innan veggja félagsins.

Ef þú hefur áhuga á myndlist og langar að vera með í þessu frábæra starfi, þá er þér hjartanlega velkomið að skrá þig í félagið! Sendu okkur póst á myndlistin@gmail.com og við leiðum þig inn í skapandi samfélag listamanna á Suðurlandi.

Alltaf eitthvað á döfinni – og margt framundan!

Back to blog